Gervigreind í flotastjórnun | Geotab Ace
Nýjasta viðbótin í flotastjórnunarkerfi Geotab er gervigreindarlausnin Geotab Ace sem gerir þér kleift að nálgast gögn eða upplýsingar um allt sem snýr að flotanum þínum inn í kerfinu sem þú notar fyrir flotastýringu á bíla- og tækjaflotanum.
Þessi lausn sækir upplýsingar beint úr grunninum, vinnur þær og birtir þér þannig að þú getur nálgast gögn með mun einfaldari og fljótlegri hætti.
Sem dæmi spurðum við í ónefndum gagnagrunni hver olíunotkun (lítrar) flotans hefði verið í janúar 2025 til samanburðar við desember 2024 og við fengum niðurstöðu innan við 20 sekúndur:
Janúar 2025 : 2693 lítrar
Desember 2024 : 2002 lítrar
Við héldum svo áfram að spyrja um útblástur (co2), hver heildar útblástur hefði verið á milli mánaða
Janúar 2025 : 6441 co2 kg
Desember 2024 : 4789 co2 kg
Svona mætti lengi halda áfram og vinna með aðgengi að gögnum. Hér að neðan má sjá kynningu á Geotab Ace.
Til að virkja Geotab Ace lausnina þarf að uppfæra notendaaðgang eða hafa samband við þjónustufulltrúa Parallel sem aðstoðar með uppsetninguna.