Parallel fylgir þínu fyrirtæki til framtíðina með leiðandi lausn í flotastýringu þar sem áhersla er á gögn, greiningar og tengingar við önnur kerfi út frá notkun flotans í rekstri.

Staðsetning (GPS)

Sjáðu rauntíma staðsetningu hvar allar bifreiðar fyrirtækisins eru staðsettar, hvort þær séu stopp eða að keyra og á hvaða hraða hver bifreið er hverju sinni. Settu upp svæði (e. zone) og fáðu tilkynningar þegar bílar koma og fara.

Ferðir (e. trips)

Sjáðu hvenær bíll lagði af stað, hvenær hann stoppaði og hve lengi hann stoppaði og fáðu sjálfvirkar eða sérsniðar skýrslur um stopp tíma, aksturstíma eða það sem þú þarft úr ferðum bifreiðanna.

Aksturshegðun

Vaktaðu hraða, lausagang, hröðun, sætisbelta notkun og krappar beygjur og lækkaðu rekstrarkostnað bifreiðaflotans ásamt því að stuðla að öryggi starfsmanna og annarra í umferðinni.

Rafbílar

Rafbílar sýna önnur gögn en bensín og dísilbílar til skemmri og lengri tíma. Kerfið lætur þig vita ef bílarnir eru staðsettir í hleðslustæði en er ekki að hlaða eða þurfa hleðslu. Geotab kerfið sýnir þér einnig:

  • Stöðu á hleðslu (SOC %)

  • Heilsu á rafhlöðu (SOH %)

  • Hvenær og hvar var hlaðið (staðs, tími og dags)

  • Hversu mikið var hlaðið og hve lengi (kWh)

Öll tæki á einum stað

Með okkur sérðu allar eignir á einum stað, við erum með staðsetningalausnir fyrir kerruna, loftpressuna, þjöppuna, Yaris-in, Hilux-in eða bara gröfur og vinnuvélar.

Allt á einum stað!

Viðhaldsvöktun

Framúrskarandi viðhaldskerfi gerir þér kleift að halda utanum viðhald á öllum bílaflotanum á einum stað. Geotab fær raun km stöðu bifreiða úr kubbum eða þráðlausri tengingu og sendir þér nákvæmlega hvenær næsta smur, skoðun eða dekkjaskipti eiga að fara fram út frá forstilltum.

Sjálfbærni

Fylgstu með útblæstri (co2) fyrirtækisins og hver fjárhags- og umhverfiskostnaður við lausagang er fyrir fyrirtækið. Með Geotab kerfinu getur þú séð hvaða bílar ganga sem rafbílar og hvar þú átt að setja upp hleðsluinnviði út frá akstursmynstri.

Árekstrar og villukóðar

Ef árekstur verður hefur þú allar upplýsingar sem þarf um aðdraganda og stöðu bíls við árekstur í hreyfimyndaformi.

Fáðu tilkynningar ef það verða árekstrar eða bíllinn er með villukóða eða ljós í mælaborði sem þarf að skoða.

Orkuskipti

Gögn drífa áfram hagfelld orkuskipti. Kerfið segir þér drægniþörf bílanna niður á hvern bíl út frá raunakstri og gögnum síðustu mánaða.

Kerfið leggur svo til rafbíl út frá markaðsframboði og raundrægni þeirra byggt á raungögnum úr kerfinu. Kerfið sýnir svo fjárhagslegan- og umhverfis ávinning af breytingunum.

Gervigreind (AI) (beta)

Þú getur sótt öll gögn með einni spurningu inn í kerfinu.

  • Hversu oft brutum við hraðakstur í júní?

  • Hversu mikið vorum við að menga (co2) í apríl?

  • Hvaða bílar eru að aka mest á mánuði að meðaltali síðastliðna 12 mánuði?

Viðhaldskerfi

Þú færð tilkynningu þegar komið er að smurningu, skoðun eða öðru viðhaldi á bílaflotanum eftir kílómetrastöðu eða tíma, hvort sem fyrr verður.

Skráðu alla viðhaldssögu og kostnað inn í kerfið ásamt PDF skjöl af reikningnum og haltu utan um rekstrar kostnað flotans á einum stað.

Gögn..gögn..og aftur gögn

  • Grænt mælaborð

    Hvað er ég að borga í eldsneyti?

    Hver er mánaðarlegur útblástur flotans?

    Hvar stendur flotinn miða við meðaltal?

    Hvað er ég að eyða miklu í lausagang á mánuði?

  • Árekstrarlíkan

    Árekstrarlíkan

    Árekstrarlíkan Geotab sýnir þér hversu líklegur flotinn er að lenda í árekstri út frá aksturshegðun og spálíkani Geotab byggt á raungögnum. Þú sérð einnig hvaða bifreiðar eru með mestu líkur eftir flokkum (hraða, sætisbelti, aksturslagi o.fl.)

Sjálfvirk skil á kílómetrastöðu bifreiða

Geotab kerfið sækir raun kílómetrastöðu úr öllum bílaflotanum með Geotab kerfinu og skilar þeim sjálfvirkt inn til Samgöngustofu mánaðarlega.

Vertu laus við óþarfa handavinnu!

Flotastjórnun rafbíla (EV)

Að flotastýra rafbílum felur í sér nýjar þarfir. Geotab kerfið sýnir þér upplýsingar um hleðslustöðu (SOC), hve mikið er eftir af rafhlöðu, hver heilsan á rafhlöðunni er og segir þér hverjir eru að hlaða, hver hleðsluhraði er og hverjir eru ekki að hlaða. Þú getur látið kerfið senda þér áminningu ef bíll er ekki að hlaða

  • Fáðu upplýsingar um hver raunstaða á hleðslunni er

  • Vertu viss um að flotinn komist á leiðarenda með innbyggðri áætlunarlausn.

  • Fáðu nákvæmar niðurstöður á útblæstri bifreiðaflotans út frá raunakstri og fylgstu með minnkun eftir því sem fyrirtækið stígur skref í orkuskiptum. Með því að mæla umhverfisávinninginn af því að skipta yfir í rafbíla sérðu hvernig kolefnislosun flota þíns mun minnka sem og heildarlækkun eldsneytis miðað við raunverulega tölfræði flotans.

  • Nákvæm yfirsýn yfir notkunarmynstur flotans og niðurstöður á korti um hvar eigi að byggja upp hleðsluinnviði út frá raun akstursmynstri og hleðsluþörf út frá norkun.

Aðrir eiginleikar

  • Mismunandi framleiðendur bifreiða og nýjustu gerðir gefa kost á að fjartengja við ökutæki án þess að nota millibúnað (OBD kubba eða samb.) sé bifreið búin TCU (e. telematics control unit) frá framleiðanda. Kynntu þér framtíðina í tengingu bifreiðar til flotastýringar.

    Viðskiptavinir Parallel njóta góðs af því að sleppa við umsýslu tenginga með millibúnaði fyrir sömu gögn.

  • Með því að innleiða Geotab getur þú sett upp margvíslegar skýrslusendingar um útblástur, eyðslu, akstursvenjur, kílómetrastöðu sjálfvirkt til stjórnenda og flotastjóra o.s.frv.

  • Við vöktum hitastig á farminum.