Vinnuvélar

Vinnuvélar þurfa eftirlit með notkun. Það eru margvísleg atriði sem þarf að fylgjast með og Parallel er með eina lausn sem gengur þvert á öll vinnutæki svo þú þarft ekki að hafa mismunandi kerfi frá mismunandi framleiðendum.

Gögn og upplýsingar

  • Notkun

    Fylgstu með notkun og lausagang (idling) á vélinni til að tryggja skilvirka notkun þeirra í verkefnum.

  • Eldsneytisnotkun

    Fylgstu með eldsneytisnotkun og komdu auga á frávik eða hugsanlega viðhaldsþörf.

  • Viðhald

    Haltu utan um viðhaldstíma og settu upp áminningar fyrir mismunandi tegundir tækjabúnaðar til að koma í veg fyrir ófyrirséðar bilanir eða fjarveru véla í stórum verkefnum.

  • Véla upplýsingar og villukóðar (DTCs)

    Að fylgjast með og fá upplýsingar úr vélbúnaði eins og staða rafgeymis, olíuþrýstings, hitastig á vél, villukóðar o.fl. ásamt öðrum þáttum sem hjálpar til eftirlits og skipulags og draga úr kostnaðarsömum viðgerðum. Þetta hjálpar einnig við að lengja líftíma búnaðarins.

AEMP 2.0 integration

Við tengjumst vinnuvélunum með Gorugged millibúnaði eða þráðlaust beint við framleiðanda eins og Caterpillar, Komatsu og John deere.