Ný hugsun í flotastjórnunar rafbíla
Fjöldi fyrirtækja um allan heim er að skipta frá bensínbílum yfir í rafbíla (EV) í ljósi aukinna umhverfiskrafna og lækkunar á rekstrarkostnaði. Rafbílar bjóða upp á marga kosti og stjórnun rafbílaflota er að nokkru leyti frábrugðin bensínbílaflota. En hvernig?
Við þurfum að fylgjast með öðrum hlutum en smurningu, tímareimum, villukóðum sem eiga ekki við rafbíla o.s.frv.
Til þess að flotastýra rafbílum með sem besta hætti þarftu kerfi sem skilar þér þeim gögnum sem Geotab er leiðandi í flotaeftirlitshugbúnaði, og þegar fyrirtæki færa sig yfir í EV-flota, eykst þörfin á nákvæmri gagnasöfnun og greiningu. Með nýjum hugbúnaðarlausnum eins og Geotab geta stjórnendur fylgst með rafbílum á mun ítarlegri hátt en nokkurn tíma áður. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að fyrirtæki ættu að nota Geotab í rafbílaflota sínum:
1. Heilsufar rafhlöðu
Eitt af mikilvægastu atriðunum við rekstur rafbíla er að hafa yfirsýn yfir þróun og stöðu heilsufars rafhlöðu bílsins. Með því að sjá þróun heilsufars rafhlöðu á öllum flotanum getum við séð hvaða bílar þarf að endurskoða í innkaupum eða meðferð. Rannsókn Geotab sýndi að rafhlöður rafbíla gætu enst í 20 ár eða lengur ef þær rýrna að meðaltali um 1,8% á ári. Þetta bendir til þess að líftími rafhlaðna sé lengri en áður var talið, sérstaklega ef viðhaldið er rétt.
Geotab kerfið býður upp á ítarlegar upplýsingar um rafhlöðuástand, svo sem heilsu og hvernig rafhlaðan eldist með tímanum. Þetta gerir fyrirtækjum kleift að viðhalda rafhlöðunni betur og forðast óvænt niðurbrot á notkunartíma bílsins.
Nýleg rannsókn frá Geotab þar sem mengið um rafhlöðuheilsu rafbíla samanstóð af yfir 6,300 rafbílum frá 21 mismunandi bílaframleiðendum, sem náðu yfir 1,8 milljón hleðslulota og yfir 4,5 milljón aksturshlaup.
Líftími rafhlaðna: Rafhlöður rafbíla geta endst í allt að 20+ ár, háð notkun og viðhaldi.
Rannsóknir Geotab sýna að rafhlöður rafbíla rýrna að meðaltali um 1,8% á ári. Á þeim hraða geta rafhlöður staðið í yfir 20 ár+.
Hitastig, hleðsluaðferðir, og aksturshegðun hafa áhrif á endingu rafhlaðna.
Gögn Geotab byggjast á 6,300 rafbílum, 21 framleiðanda, og yfir 1,8 milljón hleðslulota
2. Hleðsluástand (State of Charge)
Í Geotab kerfinu hefur þú stöðuga yfirsýn með hleðsluástandi (SoC) rafhlöðunnar upp á skipulag ferða og notkun. Geotab veitir rauntímaupplýsingar um hversu mikið af hleðslu er eftir, sem er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki sem reiða sig á akstur og skipulag og vilja hámarka nýtingu hleðslustöðva og dagsdaglegan rekstur.
3. Hleðslutími og hleðsluvissa
Geotab hjálpar til við að skipuleggja hvenær og hvar er best að hlaða rafbílana. Þetta getur verið lykilatriði í því að lækka rekstrarkostnað, þar sem fyrirtæki geta nýtt sér lægri rafmagnsgjöld á ákveðnum tímum dagsins. Með því að safna gögnum um hleðslutíma og orkunotkun er auðveldara að hámarka hagkvæmni í rekstri flotans.
Eyðslutölur
Þú vilt geta fylgst með eyðslu og nýtingu flotans.
Einnig geta fyrirtæki séð hvort bílarnir séu ekki örugglega að hlaða, fengið tilkynningu ef hleðsla hefur farið forgörðum og hvar þau hlóðu til að fullvissa sig um að allir séu klárir í sínum réttu hleðsluferlum.
Fullkomin yfirsýn yfir stöðu hleðslu
4. Gagnasöfnun og skýrslugerð
Geotab býður upp á ítarlega skýrslugerð sem gerir fyrirtækjum kleift að taka ákvarðanir byggðar á gögnum. Þetta hjálpar við að fylgjast með ýmsum þáttum eins og orkunotkun, kostnaðarsamanburði milli rafbíla og bensínbíla, og almennri frammistöðu flotans. Að sama skapi hversu mörg kwh voru fengin þann mánuð eða ár eða eyðslutölur.
Yfirlit yfir hleðslu
Hvar hlóð hann, hvenær, hve lengi og hve mikið?
Ný hugsun í flotastjórnun
Flotastjórnun hefur lengi verið einblínd á hagkvæmni, þjónustu og endingartíma tækja. Með rafbílum eru nýjar áskoranir og tækifæri sem gera flotastjórnun flota öðruvísi. Það þarf að huga að þáttum eins og drægni, hleðslutíma, rafmagnskostnaði og fleiri tæknilegum þáttum sem áður voru ekki til staðar með bensínbílum.
Parallel hjálpar fyrirtækjum að takast á við þessar nýju áskoranir með nákvæmum gögnum sem auðvelda ákvarðanatöku og bætir heildarhagkvæmni flotans.
Í heimi þar sem rafbílar verða sífellt mikilvægari hluti af samgöngum, verður tækni eins og Geotab frábær kostur fyrir öll fyrirtæki sem vilja viðhalda samkeppnishæfni sinni og hámarka rekstrarkostnað með sjálfbærum hætti.